Lýðræði, upplýsingaréttur og forræðishyggjan ferlega.

Allir pólitíkusar segjast vita og viðurkenna að lýðræðið standi og falli með því að skoðana- og tjáningarfrelsi almennings sé virt. Rétturinn til fullnægjandi upplýsinga er óaðskiljanlegur hluti af tjáningar- og skoðanafrelsinu og veitir því það innihald sem það á og þarf að hafa. Ef fólk fær ekki fullnægjandi og réttar upplýsingar til að byggja á er réttur þess til til að mynda sér skoðanir og tjá sig um þær mjög mikið skertur og jafnvel að engu gerður. Og gagnsæi í stjórnmálum og stjórnsýslu sem pólitíkusar tala svo oft um og segja, og það með réttu, að sé svo rosalega eftirsóknarvert stendur og fellur með því að upplýsingaréttur almennings sé virtur og ekki bara í orði heldur aðallega í verki. Það er lítill vandi fyrir stjórnmálamenn að tala og skrifa fallega um þetta. Þeir þurfa hins vegar oft að búa yfir dágóðum slatta af vilja og kjarki og heilindum til að virða þetta í verki.  

Það getur nefnilega verið afar freistandi fyrir svokallaða valdapólitíkusa sem stunda sérhagsmunagæslu af einhverju tagi og þá sem aðhyllast forræðishyggju og treysta því  sjálfum sé miklu betur en almenningi til að vita hvað honum er fyrir bestu eða þá bara blessaða besservisserana okkar sem allt þykjast best vita að skammta fólki upplýsingar. Annars getur það tekið upp á því að nýta skoðana- og tjáningarfrelsi sitt til að hugsa og segja eitthvað sem þeim hugnast ekki og jafnvel nota lýðræðislegt vald sitt, þ.e. atkvæðisréttinn, til að ákveða eitthvað sem samræmist ekki sérhagsmunum valdapólitkusanna eða skoðunum forræðishyggjusinna og besservissera.

Mér finnst það brjóta mjög alvarlega gegn upplýsingarétti og gagnsæi í stjórnmálum að ætla að hafa þann rétt af almenningi í þessu landi að leyfa honum að sjá hvað gæti boðist í samningi um aðild að Evrópusambandinu. Hverjir væru kostir og gallar, áhættur, tækifæri og ógnanir. Þannig og ekki öðru vísi getur almenningur nýtt að fullu þau mannréttindi sín að mynda sér skoðun á þessu mikla hagsmunamáli fyrir þessa þjóð í nútíð og framtíð á réttum og fullnægjandi grundvelli og skiptast á skoðunum og nýta svo lýðræðislegan rétt sinn til að ákveða hvað gert verður.

Ég hef sjálfur eins og svo margir aðrir á þessari stundu ekki grænan grun um hvort ég vil að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Ég vil fá að taka ákvörðun um það þegar ég hef fengið fullnægjandi upplýsingar til þess. Þá getur m.a.s. verið að ég ákveði að skila auðu eða greiða ekki atkvæði. Það mun ég ákveða þegar þar að kemur eins og ég á rétt á.

Ég vil hins vegar alls ekki að valdapólitíkusar eða forræðishyggjusinnar eða besservisserar ákveði þetta fyrir mig.

  

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir hverju er maðurinn að bíða?

Ef maðurinn vill kynna sér ESB og fá nægjanlegar upplýsingar um þá stofnun, þá bendi ég manninum á að byrja að lesa reglugerð ESB, það eru aðeins um 100,000 blaðsíður.

En ef maðurinn er að bíða eftir einhverjum öðrum að segja sér hvað liggur að baki ESB, þá getur maðurinn auðvitað ekki tekið ákvarðanir um hvort að maðurinn á að vera með eða á móti ESB, af því að maðurinn fær ekki fullnægjandi upplýsingar frá öðrum.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 16.1.2013 kl. 15:35

2 identicon

Mér finnst þetta snúast um upplýsingarétt almennings um mjög þýðingarmikið hagsmunamál fyrir þessa þjóð og framtíð hennar sem hún verður sjálf að ákveða. Mér finnst þetta ekki snúast um hversu lesinn ég get orðið í ESB-reglugerðum.

Árni Múli Jónasson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 17:05

3 identicon

Er það ekki það sem vilji stendur til að geta sýnt fólki hvað er í pakkanum og láta það svo taka ákvörðun um hvort á að þiggja hann eður ei.

Það þarf ekki svona langa grein um þetta.
Aftur á móti eru nokkrir Framsóknarmenn með Ögmund og Jón Bjarnson í broddi fylkingar sem vilja hætta að samningum og kjósa um það sem enginn veit hvað er.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 20:53

4 identicon

Ég vona svo sannarlega að þú metir það rétt að það séu einungis örfáir pólitíkusar sem hugsa þannig og vilja það og langflestir skilji að það sé skylda þeirra m.t.t. lýðræðis og upplýsingaréttar almennings að láta klára samningaviðræðurnar af heilindum og leggja svo samninginn fyrir þjóðina til umræðu, mats og ákvörðunar. Ef þú metur þetta rétt, sem ég svo innilega vona, mun ég framvegis hvorki skrifa langar né stuttar greinar um þetta.

Árni Múli Jónasson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 21:06

5 identicon

Þingmenn sem vilja hætta viðræðum núna og láta kjósa um það sem ekki er vitað hvað er hafa af ásetningi og refsskap lagt stein í götu allra mála frá ferbrúarbyrjun 2009.

Ekki endilega að það sé þeirra sannfæring að sú sé besta leiðin.

Þetta er mitt mat.   Svo máttu skrifa sem allra mest.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 21:27

6 identicon

Árni Múli Jónasson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband